Laus störf

Lykillinn að farsælum rekstri Varðar er fólkið sem þar starfar. Við leggjum áherslu á starfsánægju, jafnrétti, gott starfsumhverfi, markvissa fræðslu og þjálfun starfsfólks og skemmtilegan vinnustað þar sem hver einstaklingur hefur áhrif og skiptir máli.

Störf í boði

Tryggingastærðfræðingur á skrifstofu forstjóra

Við leitum að sjálfstæðum og skipulögðum aðila í starf tryggingarstærðfræðings á skrifstofu forstjóra hjá Verði. Um er að ræða krefjandi, fjölbreytt og skemmtilegt starf hjá öflugu fyrirtæki í miklum vexti.

Skoða nánar
Vörustjóri fyrirtækjatrygginga

Við leitum að metnaðarfullum, framsæknum og drífandi einstaklingi í starf vörustjóra fyrirtækjatrygginga. Starfið snýst um að reka tryggingar fyrir fyrirtæki ásamt því að sinna nýsköpun með því að innleiða nýjar vörur sem eftirspurn er eftir á markaði.

Skoða nánar
Almenn umsókn

Hjá Verði starfar vaskur hópur starfsmanna að hinum ýmsu verkefnum allt frá hefðbundnu bókhaldi, áhættumati, almennri þjónustu við viðskiptavini að úrvinnslu og aðstoð vegna tjóna.

Skoða nánar